Það virðist nánast óraunverulegt að sitja allt í einu á kaffisölu á Kastrupflugvelli og bíða eftir að fá að stíga um borð í flugvél. Eins og búast má við eru hér fáir á ferli, og það er eins og flugið til Íslands sé eina flugið frá Kaupmannahafnarflugvelli því ég heyri hvarvetna talaða íslensku. Auðvitað þekki ég ekki þetta íslenskumælandi fólk sem vappar hér um svæðið. En það ætlar að nýta sér sömu flugleið og ég og sest væntanlega inn í sömu flugvél svo kannski ég kynnist ég þessum fáu farþegum.
Ég er fullur tilhlökkunar að koma til Íslands og ég hlakka til að sitja í einangrun í Hvalfirði og snúa í gang mínum ágætu tveimur skrifverkefnum. Í huganum skipulegg ég hvernig ég ætla að haga einangrunardögunum og ég hef ákveðið að byrja strax snemma á morgnana og láta það vera mitt fyrsta verk að byrja að skrifa og vinna fram eftir degi og þegar ég er orðinn þreyttur ætla ég að hlaupa út að Saurbæjarkirkju (sennilega annan hvern dag) og aftur til baka. Það eru sjö kílómetrar (langhlaup). Á kvöldin ætla ég að lesa og hef tekið með mér margar bækur. Meðal annars bók Marilynne Robinson Lilja í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar. Það er fín kvöldlesning í myrkrinu í Hvalfirði, held ég.
Hver skaut hvern?
Kærar þakkir Snæbjörn fyrir ljómandi góðan pistil þar sem m.a. Arthur Rimbaud og Verlaine koma við sögu. En það hafa orðið „smávegis“ brengl, það var sumsé Verlaine sem skaut Rimbaud í ástríðufullu rifrildi þeirra félaga og var stungið í steininn fyrir vikið. Sálfsagt hafa hrunið yfir þig 100 leiðréttingar vegna þess arna, og bætist ég hér með í þann hóp!
Pétur er einmitt á kafi í Rimbaud þessa dagana að undirbúa ljóða- og tónlistardagskrá sem á að vera í Salnum í næsta mánuði þar sem þeir félagar koma báðir við sögu, Verlaine og Rimbaud. Ég hef notið góðs af þessu og fengið upplestra á völdum ljóðum eftir Rimbaud og alls kyns skrifum um snillinginn með morgun- og kvöldkaffinu við og við alveg síðan í sumar. Ægilega skemmtilegt 🙂 Ævinlega blessaður og njóttu Íslandsdvalarinnar, kæri Snæi! Hrafnhildur R
Takk fyrir leidrettinguna. Villa er aldrei of oft leidrett 😉 Og takk fyrir kvedjuna, mér hlýnadi um hjartaræturnar
Bestu kvedjur!
Snæi