Amsterdam. Góð skemmtun.

Að vera í Amsterdam og skrifa dagbók er ný reynsla fyrir mig, enda átti ég ekki von á að lenda í höfuðborg Hollands í þessari heimsókn minni til Íslands. En hér er ég og stoppa í nokkra klukkutíma áður en ég held ferð minni áfram til Danmerkur.

Ég nýtti flugið til tveggja hluta: 1) Ég hlustaði á lestur Jóhanns Sigurðssonar (stórkostlega flottur lestur) á bók Arnaldar Indriðasonar, Petsamó. Eftir að hafa lesið helstu glæpasagnahöfunda þjóðarinnar verð ég að segja að Arnaldur er sá besti. Það finnst mér. Hann er öruggur penni og honum tekst á áreynslulausan hátt að skapa fína stemmningu í bókum sínum. 2) Ég horfði á Netflix sjónvarpsseríu The Haunting of Bly Manor, einhvers konar hryllingsmynd eða þannig. Að horfa á netflixseríu í fluginu var góð skemmtun.

Ég er andlaus hér á Schiphol flugvelli og læt því hér dagbókarfærslu dagsins lokið og sný mér að öðrum viðfangsefnum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.