Að vera í Amsterdam og skrifa dagbók er ný reynsla fyrir mig, enda átti ég ekki von á að lenda í höfuðborg Hollands í þessari heimsókn minni til Íslands. En hér er ég og stoppa í nokkra klukkutíma áður en ég held ferð minni áfram til Danmerkur.
Ég nýtti flugið til tveggja hluta: 1) Ég hlustaði á lestur Jóhanns Sigurðssonar (stórkostlega flottur lestur) á bók Arnaldar Indriðasonar, Petsamó. Eftir að hafa lesið helstu glæpasagnahöfunda þjóðarinnar verð ég að segja að Arnaldur er sá besti. Það finnst mér. Hann er öruggur penni og honum tekst á áreynslulausan hátt að skapa fína stemmningu í bókum sínum. 2) Ég horfði á Netflix sjónvarpsseríu The Haunting of Bly Manor, einhvers konar hryllingsmynd eða þannig. Að horfa á netflixseríu í fluginu var góð skemmtun.
Ég er andlaus hér á Schiphol flugvelli og læt því hér dagbókarfærslu dagsins lokið og sný mér að öðrum viðfangsefnum.