Espergærde. Leiðin á toppinn.

„Bækur í áskrift, Angústúra,“ hljómaði nokkrum sinnum í útvarpinu í bílnum sem ég keyrði á Íslandi (Mazda bíll). Ég er ekki sá eini í heiminum sem heyrir þessa útvarpsauglýsingu, hugsaði ég. Auglýsingin hljómar örugglega í fleiri viðtækjum en mínu. Þetta er skrýtið, sagði ég við sjálfan mig. Getur maður auglýst svona: „Dagblað í áskrift, DV“, „Hljómplötur í áskrift, Sena“. Kannski er verið að vísa til sérstaks áskriftarforms sem allir landsmenn þekkja en ég veit ekkert um?

En hvað um það. Ég fékk skeyti í morgun þegar ég svelgdi í mig morgunkaffinu: „Bók þín situr nú í þriðja sæti metsölulista.“ Og satt var það. Á Eymundsson metsölulistanum sá ég með eigin augum að bók mín, hin mikla spennubók, lá sannarlega í þriðja sæti og á svakalegri hraðferð upp á við. Efst á toppnum situr nú Gerður Kristný Guðjónsdóttir. Gerður Kristný Guðjónsdóttir er rithöfundur, gífurlega vinsæll rithöfundur (af einhverjum ástæðum held ég að hún sé líka hægri hönd forseta lýðveldisins), sem hefur skrifað fjölda barnabóka. Nú reyni ég sjálfur að rata leiðina á toppinn og ráfa um þar til ég finn götuna upp, yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.