Á morgnana er sama myrkur í Danmörku og hér í Napoli, þó jafnvel enn svartara hér í hinu suðlæga andrúmslofti. Ég verð bara stutta stund hér í þessari óreiðukenndu borg – eina nótt og einn morgun – áður en ég held ferð minni áfram. Á sama tíma á morgun lendi ég aftur í Danmörku.
Mig dreymir um ný verkefni og á eftir, þegar ég er búinn að hugsa mig aðeins um, ætla ég að hafa samband við mann og gera honum tilboð um að setja verkefni af stað sem ég ræð kannski ekki við.