Espergærde. Töfrar póstbílsins

Á hlaupunum eftir Strandvejen í morgun mætti ég vini mínum póstdrengnum þar sem hann keyrði glaður á nýja FIAT-póstbílnum sem hann segir að sé svo æ-ði-s-lega-ur. Hann hallaði sér fram í bílrúðuna, skælbrosandi til að vinka mér um leið og hann keyrði hjá. Ég hló með sjálfum mér yfir þessari sýn og hugsaði að ég ætti alltaf að muna að taka þennan fyrirmyndarmann mér til fyrirmyndar. Hin einlæga gleði yfir smáu og stóru lyftir öllu í kringum hann. Maður getur ekki annað en tekið þátt í kæti hans, þessum smitandi lífskrafti kætinnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.