Espergærde. Boltinn í bókaskápnum.

Fyrir fáum klukkutímum hafði ég ekki hugmynd um að J.K. Rowling, barnabókahöfundurinn, væri aðdáandi fótboltafélagsins West Ham, Sir Arthur Conan Doyle, höfundur Sherlock Holmes bókanna, hefði verið markvörður Portsmouth, Salman Rushdie, hinn ofsótti rithöfundur væri mikill stuðningsmaður Tottenham og að Ian McEwan horfði á fótbolta í sjónvarpinu í gegnum 3D gleraugu.

Allt þetta, og fleira, fékk ég að vita í einu bréfi frá lesanda Kaktussins sem hvetur mig að stofna vefsíðuna Boltinn í bókaskápnum, sem ég hafði víst talað um í einni af dagbókarfærslum mínum þar sem mér tókst að sameina fótbolta og bókmenntir í einni og sömu dagbókarfærslunni.

Eins og ágætur bréfritari bendir á er fótbolti ekki bara 22 einstaklingar á hlaupum á eftir einum bolta, slík lýsing er jafn ónákvæm og að segja að fiðla sé tré og kattagarnir eða Hamlet sé pappír og blek.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.