Espergærde. Ekkert í heiminum er mikilvægara

„Ég þarf að selja mér að ekkert er mikilvægara en akkúrat það sem ég er að gera þá stundina. Það á við um Bláa hnöttinn og meira að segja rímnadiskinn, ekkert er mikilvægara í heiminum.“ Þetta segir Andri Snær Magnarson, forsetaframbjóðandinn, rithöfundurinn og handhafi viðurkenningar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, í viðtali við RÚV.

Mér fannst þetta athyglisverð afstaða og sennilega rétta hugarfarið ef manni dreymir um að ná langt. Ég hef alltaf dáðst að Andra Snæ fyrir hvað hann gengur langt í kynningu á eigin verkum eins og hann efist ekki eina sekúndu um mikilvægi verka sinna.

ps. Gaman að aðalumtalsefni fjölmiðla eftir að Joe Biden varð forseti er ljóðlist ungrar konu og heimaprjónaðir ullarvettlingar (ekki falskar fréttir, lygar og óheiðarleiki).

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.