Espergærde. Dagur bréfaskrifa

Sennilega var gærdagurinn allsérstakur, ef ég miða við aðra daga um þessar mundir, því megnið af deginum fór í að skrifast á við fólk, bæði íslenskt og útlenskt. Eftir því sem árin líða og því lengur sem ég dvel hér í minni útlegð þeim mun færri tölvubréf eða önnur skilaboð berast frá gömlum félögum. Smám saman morkna vinaböndin og sambandið verður æ slitróttara. Ég reyni að sporna á móti og ég reyni að halda sjálfum mér á lífi í huga fólks sem ég ann og vil ekki að það gleymi mér. En þetta er ekki auðvelt.

Í gær sem sagt streymdu til mín bréf; góðar kveðjur og fyrirspurnir. Og auðvitað varð ég glaður. Allur gærdagurinn fór í bréfaskrif og það er ár og dagar síðan það gerðist síðast.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.