Espergærde. Ósigur hins

Þetta verður síðasta opinbera færsla mín að minnsta kosti í bili. Ég hef skrifað þessa dagbók meira eða minna daglega í fimm ár og haft stórmikla gleði af því. Það hefur þó hvílt skuggi yfir skrifunum sem hefur truflað mig lengi og nú bregst ég við því með því að flytja dagbókarskrifin yfir í mína einkadagbók – dagbók ætluð mér einum. Mér fannst þó ég ekki geta hætt í miðjum klíðum án þess að gefa því vinsamlega og góðviljaða fólki sem hefur fylgst daglega með þessum skrifum skýringu á því.

Ég hafði ekki ætlað mér, þegar ég stofnaði Kaktusinn, að vera þátttakandi í íslenskri þjóðmálaumræðu – ég hef ekki forsendur til þess – heldur þjálfa heilann, ritfærni mína og frjálsa og leitandi hugsun, og ekki síst að halda sambandi við mitt fólk. Ég hef hins vegar komist að því að taugkerfi mitt er ekki byggt til að ókunnugt –  oft sjálfhverft –  fólk sem les dagbókina mína sé að senda mér athugasemdir og skammast í mér. Oft vegna þess leiða misskilnings að telja dagbókarskrif mín séu hugsuð sem persónuleg árás. Það gerist of oft og eyðileggur fyrir mér ánægjuna.

Hér eftir nota ég aðrar aðferðir til að tryggja böndin við mitt fólk og einkadagbók til að þjálfa skrifin og hugann. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.