Er markvörðurinn heima?

Enn var hlaupið af stað í morgun – eins og nánast alla morgna núorðið – norður Strandvejen til Snekkerstenhavn og aftur til baka. Ég greip til þeirrar nýlundu að hlusta á Tom Waits, Rain Dogs,  undir hlaupunum. Það var mjög ánægjulegt. Síðustu mánuði hef ég hlustað á hverja hljóðbókina á fætur annarri. Það geri ég því ég tel mér trú um að þannig nýti ég best tímann.

Eins og venjulega hljóp ég framhjá húsi Peters Schmeichel, gamla markvarðarins (hann á heima á Strandvejen)  og ég gjóa augunum inn í stofuna hjá honum þar sem hann situr oft á morgnana og borðar morgunmat þegar ég hleyp framhjá á fullri ferð. Ég þekki skuggmynd hans; þessi stóri pólskættaði líkami, stórt höfuð … Ég á auðvitað ekki að vera að horfa inn um glugga hjá fólki en mér finnst gaman að fylgjast með hvort markvörðurinn sé heima. Í morgun var hann  hvergi sjáanlegur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.