Vargatíminn

Utan á húsi Peter Schmeichels, gamla markvarðarins, á Strandvejen hangir af einhverjum ástæðum nokkuð stór klukka; bakgrunnurinn er gljáandi svartur en vísarnir og tölustafirnir (rómverskir) eru húðaðir gulli. Klukkan sjálf er ansi fín. Ég man þegar Schmeichel flutti til bæjarins og inn í þetta hús. Það var haustið 2007. Klukkan hékk þegar utan á húsveggnum og hafði verið stopp í nokkurn tíma; alltaf þrjár mínútur yfir eitt að nóttu. Þannig hefur klukkan staðið síðan þá. Enn í dag, svona mörgum árum síðar, er klukkan í forgarði Schmeichel þrjár mínútur yfir eitt að nóttu.

Þegar ég hljóp framhjá húsinu hans í morgun varð mér svo starsýnt á klukkuna að ég gleymdi að athuga hvort markvörðurinn væri heima til að borða morgunmat í stofunni. Þrjár mínútur yfir eitt að nóttu, hugsaði ég. Er það ekki hinn svokallað vargatími? Eða tími úlfsins; sá tími þar sem flestir deyja?

Þegar ég kom heim eftir að hafa hlaupið 7,3 km settist ég niður til að kanna þetta með vargatímann og komst að því að það er stundin þegar birta fer af degi eða augnablikin rétt fyrir dögun. Afturelding eins og sumir kalla þennan tíma sólarhringsins. Var ekki einhvern tíma talað um að Afturelding væri titill á glataðri skáldsögu eftir Halldór Laxness?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.