Keppni í fagurfræði hlaupabrauta.

Hingað í litla bæinn er fluttur – að minnsta kosti til skamms tíma – landi minn, leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Hann er allt í einu mættur hingað til Norður-Sjálands. Ég er auðvitað glaður að fá svo skemmtilegan mann í hverfið. Við erum búnir að hittast tvisvar sinnum og strax er hann, alsaklaus, þvingaður í einhverja keppni við mig. Ég þarf alltaf að keppa og vinna. Leiðindaávani.

Leikstjórinn kíkti hingað í fyrrakvöld til að sitja í kvöldsólinni og fá sér bjór og talið barst að langhlaupi sem hann er nýfarinn að stunda. Ég varð auðvitað upprifinn og sá möguleika á að keppa í hraða eða vegalengdum við landa minn, en leikstjórinn vildi ekki heyra á slíkt minnst. Hann vildi keppa í fagurfræði hlaupabrautanna. Auðvitað var það leiðin til að keppa við þennan andans mann, þar sem kappið má ekki bera fegurðina ofurliði.

Í nótt hugsaði ég hvernig maður sigraði í slíkri keppni. Mér varð hugsað til Paul Austers sem skrifaði bókstafi og setningar með gönguleiðum sínum eftir götum Manhattan í bókinni Glerborgin, sem kom út í íslenskri þýðingu Braga Ólafssonar fyrir mörgum árum.  Og ég ákvað því að skrifa skilaboð til leikstjórans á hlaupaleiðum mínum. Ég hljóp út á fótboltavöllinn í bænum, lét hlaupaforritið teikna upp hlaupaleiðina mína og hlaupabrautin myndaði eftirfarandi skilaboð fyrir leikstjórann:

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.