Sársaukinn er óumflýjanlegur en þjáning er valmöguleiki.

Til er orðatiltæki sem hljóðar um það bil svona: „Gentilmenn hlaupa aldrei, þeir ganga.“ Þessi speki – eða hvað maður kallar nú þessa setningu – kom í huga mér þegar ég minntist  þess að Murakami, japanski rithöfundurinn, hefði einhvers staðar sagt frá því að hann hlypi 10 km á hverjum degi og þegar hann hlypi gengi hann aldrei sama hversu útkeyrður hann væri. Gott hjá Murakami.  Ég veit ekki hvort hann, 72 ára gamall, hlaupi enn þessa vegalengd daglega.

Ég tók upp á því fyrir nokkru að feta í fótspor japanska rithöfundarins og hlaupa 10 km alla daga vikunnar og það gerði ég á tímabili í júlímánuði þar til að ég uppgötvaði að slík dagleg langhlaup voru of slítandi fyrir mig því ég fékk þvílíka verki í mjöðmina að ég átti erfitt með að sofa. Nú hleyp ég 10 km annan hvern dag en geri leikfimisæfingar daglega. Þetta er nú staðan í líkamsræktinni.

Og til er annað orðatiltæki sem hljóðar einhvern veginn svona: Sársaukinn er óumflýjanlegur en þjáning er valmöguleiki.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.