Sjálfsánægjan og sjálfsefinn.

Einhvers staðar las ég að Plató (ég er illa að mér í hugmyndum Platós og hef aldrei lesið neitt eftir hann) hefði spurt hvort ekki væri bæði best og þægilegast að vera ranglátur en þykjast vera réttlátur svo aðrir falli fyrir blekkingunni. Þetta datt mér allt í einu í hug þegar ég las fréttamiðilinn Kjarnann í morgun. Ég les Kjarnann næstum því á hverjum degi og þar er margt ágætlega skrifað – með vandaðri fjölmiðlum á Íslandi – en stundum verður mér hálfómótt af öllu því réttlæti sem blaðamenn Kjarnans telja sig vera að berjast fyrir á síðum miðilsins.

Með þessum orðum er ég ekki að segja að Kjarninn og blaðamenn hans séu ranglátir (langt í frá) en stundum fer bara tónninn í skrifunum örlítið í taugarnar á mér – eins og Kjarnafólkið telji sig ótvírætt og án alls efa hafa fullkominn skilning á réttu og röngu. Ég leyfi mér að efast, bæði um sjálfan mig og Kjarnann.

Annað var það ekki í dag.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.