Ferðin sem aldrei var farin

Hér sit ég, enn á Søbækvej, og horfi inn í ausandi regn sem er svo þétt að ég sé vart til næstu húsa. Eiginlega hefði ég átt að sitja í sæti 10C í flugvél frá flugfélaginu Air France (flugnúmer AF1151) hátt upp í himninum, yfir skýjunum, á leið til höfuðstaðar Frakklands, Parísar. En allt breyttist snemma í morgun, rétt áður en ég lagði af stað út á flugvöll, þegar Davíð staulaðist fram úr rúminu sínu, grár og gugginn, og sagðist vera veikur. Hann var sannarlega veikur, með hita, hálsbólgu og hausverk. Sennilega er hann með kóróna-vírusinn þar sem hann var í veislu um helgina með vini sínum sem reynist kóróna-smitaður.

Ég ákvað því að slaufa ferðinni til Parísar mér til sárrar armæðu. Ég gat ekki hugsað mér að vera í París á meðan veikindi geysa á heimilinu. Ég tek bækurnar sem ég hafði pakkað niður í ferðatösku aftur upp, líka allar nærbrækurnar, hlaupafötin, skyrturnar og allt það sem vikuferð til Parísar krefst. Svona er nú það.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.