Í tilefni dagsins

„Lífið er óaflátanlegur straumur missis og óheppni. Ég held að biðin eftir því sem á eftir að gerast, því sem verður, er eina forsenda þess að maður geti lifað.“ Þetta eru orð skáldsins Søren Ulrik Thomsens, sem er eitt mikilvægasta skáld Dana. Í dag prýðir viðtal við rithöfundinn stóran hluta bókablaðs JyllandsPosten.

Ég held að maður geti hvorki verið sammála eða ósammála þessari skoðun heldur verður maður bara að horfast í augu við að svona getur sumum liðið. Svona geta sumir séð líf sitt og annarra.

En ég er sammála skáldinu þegar hann segir að þegar einhver nákominn deyr uppgötvi maður að aldrei hafi verið til nokkur maður eins og hinn látni. Hver og einn er einstakur og bara í einu eintaki. Aldrei aftur komi annað samskonar eintak.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.