Reglur fyrir þá sem eldast

Vísindaskáldsögur hafa aldrei náð að vekja áhuga minn … fyrr en í gær. Af einhverri rælni sá ég í gærkvöldi heimildarmynd um Olgu Tokarczuk, Nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum. Hún sagði frá Philip K Dick sem er frægur vísindaskáldsöguhöfundur og hún tók fram að hann væri hennar stóri áhrifavaldur og uppáhaldshöfundur. Nú langar mig að lesa Philip Dick.

Þetta minnti mig á annan vísindaskáldsögumann, Douglas Adams, (Hitchhikers Guide to the Galaxy) sem hélt því fram að (ég man ekki nákvæmt orðalag):

  1. Allir þeir hlutir sem eru til í heiminum þegar þú fæðist eru eðlilegir og venjulegir og hafa sitt náttúrlega hlutverk í því að láta heiminn ganga sinn gang.
  2. Allt það sem er fundið upp á meðan þú ert á aldrinum frá fimmtán til þrjátíu og fimm er nýtt, spennandi og byltingarkennt og þú getur væntanlega fengið starf og frama innan þess geira.
  3. Allt sem er fundið upp eftir að þú ert þrjátíu og fimm ára er andstætt náttúrulegri þróun hlutanna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.