Norðanátt við Eyrarsund

Ég hljóp mitt vanabundna morgunhlaup í morgun. Í þetta sinn hljóp ég 3,1 km norður Strandvejen í átt til Helsingør, sneri síðan við og hljóp sömu 3,1 km leið til baka, í suðurátt, heim á Søbækvej (samtals 6,2 km langt hlaup). Mér þótti merkilegt að ég þurfti að takast á við nokkuð sterkan mótvind þegar ég hljóp í átt til Helsingør (norður).  En mér til sárra vonbrigða, og þvert ofan í væntingar mínar, fann ég ekki fyrir neinum meðvindi þegar ég sneri við og hljóp í suður.
Veðurfræðingar hljóta að geta skýrt þessa sérkennilegu veðurhegðun. Ég hef satt að segja oft áður fundið fyrir nákvæmlega þessu sama þegar ég hleyp; mótvindur en enginn meðvindur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.