Nýtt starf

Það leið ekki langur tími frá því að ég fékk hugmyndina að fá mér vinnu að nýju í forlagsbransanum þar til að mér bauðst starf. Ég byrja væntanlega á mánudaginn hjá spútnik forlagi í Kaupmannahöfn. Ég hlakka til að hefja störf á nýjum vinnustað við Læderstræde í höfuðborginni. Merkilegt fyrir mig að þurfa allt í einu að taka lestina eins og hinir launaþrælarnir inn til Kaupmannahafnar snemma morguns.

Þetta verður bara tímabundið starf og til reynslu; spurning hversu lengi þau þola mig og hversu lengi ég þoli að vinna fyrir aðra en sjálfan mig.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.