Nýtt met, nýtt starf og frelsið

Nýtt starf mitt hér í Danmörku hefur vakið forvitni margra og ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir í tölvupóstum og símhringingum. Því gef ég skýringar: Í fyrsta lagi verður þetta tímabundið starf. Ég er vanur frelsinu, það fékk ég þegar ég seldi forlagið hér í DK og ég sé ekki sjálfan mig bundinn mjög lengi í 8til5 starfi. Frelsi mitt er mín dásamlegasta og dýrmætasta eign og því fórna ég ekki nema algjör nauðsyn krefji. Mig langaði bara að komast aðeins í snertingu við forlagsbransann á ný og sjá hvernig maður hreyfir sig þar og dansar.

Í gær tók ég fram þýðingu sem ég hef haft í bakhöndinni í nokkra mánuði. Í mínum huga átti ég töluvert í land með að klára þýðinguna, enda bókin æði löng. En svo sá ég mér til ákafrar gleði að ég á bara um það bil hundrað síður eftir. Ef ég einbeiti mér held ég að ég klára hana á næstu vikum.

ps. Enn set ég hraðamet á hlaupum mínum; 4:48 min pr. km á 6 km löngu hlaupi. Það var nokkur vindur á hlaupabrautinni í morgun en ég lét það ekki trufla mig og hljóp léttur í spori mína sex kílómetra. Ég var ánægður með það.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.