Leiðin til Paradísar

Ég hef satt að segja efast og velt vöngum í langan tíma yfir því starfstilboði sem ég hef fengið frá bókaforlagi hér í DK. Tilboðið gæti ekki verið betra og ég er viss um að flestir sem hafa unnið í forlagsbransanum mundu gefa hægri hönd sína fyrir starfið. En ég efast. Í fyrsta lagi – og það er mikilvægast – er ég hræddur við að fórna því frelsi sem mér hefur tekist að skapa fyrir sjálfan mig. Ég er ekki fastur í neinu og get nánast dansað þar sem ég vil og eins og ég vil. Það eru svo stórkostleg forréttindi og ég geri mér vel grein fyrir því að þetta er einstakur munaður. En þetta er nú skilyrði sem ég hef sjálfur skapað og þarf ekki að afsaka fyrr neinum.

Alla mína góðu ævi hef ég unnið fyrir sjálfan mig, ég hef verið minn eigin herra frá því að ég hætti í Háskólanum, þess vegna  er ég hræddur um að standa mig ekki í vinnu fyrir aðra; að ég bregðist væntingum þeirra. Að ég finni ekki þær metsölubækur sem mér er ætlað að finna eða að ég velji bækur til útgáfu sem verði alls ekki metsölubækur.

Mitt í þessum vangaveltum bárust mér upp úr þurru hugleiðingar nunnu sem hún hafði skrifað niður og notaði sem leiðarvísir í lífi sínu.

Leiðin til Paradísar.

Gefðu þér tíma til að hugsa
Gefðu þér tíma til að biðja
Gefðu þér tíma til að hlæja
Þetta er uppspretta alls sálarkrafts
Það er stórkostlegasti kraftur í heimi
Þetta er tónlist fyrir sálina
Gefðu þér tíma til að leika þér
Gefðu þér tíma til að elska og vera elskaður
Gefðu þér tíma til gefa
Það er lykillinn að eilífri æsku
Það eru forréttindi sem Guð gefur
Dagarnir eru of stuttir til að vera eigingjarn
Gefðu þér tíma til að lesa
Gefðu þér tíma til að vera vinur
Gefðu þér tíma til að vinna
Það er uppspretta visku,
vegurinn til hamingju
og ávöxtur velgengninnar
Gefðu þér tíma til velgjörðrar
Það er lykillinn að Paradís.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.