Með lokuð augu

Ég vakna og eitt augnablik hef ég gleymt hvaða árstíð er, ég hef gleymt að blöðin á trjánum eru gul og rauð og ég hef gleymt að fyrir utan gluggann minn, handan þykku gluggatjaldanna, er ekki lengur birta sumarsins. Ég ligg með augun lokuð. Öll þessi ár að baki og mér verður hugsað til pabba míns sem lá einmitt svona, líka með augun lokuð, síðast þegar ég sá hann.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.