Fatasölumaðurinn

í dag er annar nóvember og því er sextán ára afmælisdagur Davíðs að baki. Þetta var góður afmælisdagur. Að minnsta kosti var Davíð glaður. Ég hef líka lagt 20 kílómetrar að baki í nóvember; í gær hljóp ég rúma tíu kílómetra og það gerði ég líka í dag. Annars var kannski mesta afrek gærdagsins að mér tókst að kaupa á mig jakkaföt á innan við 20 mínútum, það fannst mér gott. Ég held að afgreiðslumanninum hafi þótt þessi viðskipti hafa verið gerð í of miklum flýti. Hann hafði að minnsta kosti orð á því að hann hefði alveg viljað nota meiri tíma í að selja mér föt.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.