Höggormur

Myndin er af kirkju sálmaskáldsins  í Saurbæ. Í bakgrunn má sjá sjálfar Botnssúlurnar; trúin, listin  og náttúran á einni mynd sem ég tók í morgunhlaupinu eftir þjóðvegi 47 Hvalfjarðarvegi. Ég ákvað að hlaupa niður brekkuna til kirkjunnar þótt mér óaði við að hlaupa til baka upp sömu brekku því hún er brött og löng.

Er sjálf listin höggormur sem hvíslar í eyru okkar og grefur undan lífsánægju okkar og trú á að í okkur búi eitthvað hærra, æðra og betra? Sennilega trúa fæstir á listina og kannski er það leiðin til meiri lífsánægju?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.