Myndin hér að ofan, sem ég tók á sjálfan afmælisdaginn minn, er af þeim gjöfum sem herrann sem á allt fékk. Ég hafði lesið að heppilegast gjöfin fyrir slíkan herra væri óvinur, hættulegur óvinur, óvinur sem hefur uppi ítarleg áform um að klekkja á herranum. Því fyrir herrann sem á allt getur það verið skemmtileg leið til að brjóta upp hversdagsrútínuna og kynnast sjálfum sér upp á nýtt. Þetta las ég í nýrri, algerleg stórfínni ljóðabók Ragnars Helga Ólafssonar.
En eitt stykki óvin fékk ég ekki sendan á afmælisdaginn. Eins og sjá má á afmælisgjafamyndinni hér að ofan er enginn óvinur sjáanlegur. En ég fékk hljómplötur; örugglega 50 hljómplötur: Tom Waits, Damon Albarn, Miles Davis, Moses Hightower, Nick Cave, Pink Floyd, Van Morrisson, Mozart, Bach, Byggemand Mogensen (eins og Bubbi er kallaður hér í Danmörku), The Beatles, Chet Baker … og ég fékk alls konar bækur, myndlist, lakkríspípur …
Eú sit ég og hlusta á hljómplötu (Damon Albarn) á nýja plötuspilarann minn. Gaman.