Í morgun þegar ég settist niður til vinnu varð mér litið á þennan fína farengil (angel to go) sem ég hef á borðinu hjá mér. Þennan góða engil fékk ég að gjöf fyrir nokkrum árum og hann fylgir mér á ferðum mínum um heiminn. Ég er ekki hjátrúarfullur og ég held því ekki fram að þessi engill færi mér gæfu eða heppni. En hann fylgir mér bara til að minna mig á að hugsa um það góða, það gleðilega, það jákvæða og alla sigrana. Hann á líka að fæla burt reiði og leiða. Og einmitt þetta gerir nærveru farandengilsins míns mjög gæfulega.