Rauðvín frá Makedóníu til heiðurs GGG.

Í gær var mér færð rauðvínsflaska, Pinot Noir frá Norður-Makedóníu. Vín frá þessu litla landi í suðri er sjaldséð hér í Norður-Evrópu enda víngerðin í Makedóníu ekki sérlega hátt skrifuð. En ég fékk sem sagt þessa flösku í gær með orðunum að þetta væri til heiðurs Guðjóni G. Georgssyni, og mér. Ég gladdist auðvitað mjög yfir gjöfinni og hinum góða huga á bak við gjöfina.  Fyrsta bókin sem ég skrifaði, einmitt um Guðjón G. Georgsson, er víst væntanleg, eða jafnvel komin út í Norður Makedóníu.

ps. Ég tapaði skákinni gegn Huldari. Þetta var ágæt skák, ekki hræðilega illa tefld af minni hálfu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.