Í gær var mér færð rauðvínsflaska, Pinot Noir frá Norður-Makedóníu. Vín frá þessu litla landi í suðri er sjaldséð hér í Norður-Evrópu enda víngerðin í Makedóníu ekki sérlega hátt skrifuð. En ég fékk sem sagt þessa flösku í gær með orðunum að þetta væri til heiðurs Guðjóni G. Georgssyni, og mér. Ég gladdist auðvitað mjög yfir gjöfinni og hinum góða huga á bak við gjöfina. Fyrsta bókin sem ég skrifaði, einmitt um Guðjón G. Georgsson, er víst væntanleg, eða jafnvel komin út í Norður Makedóníu.
ps. Ég tapaði skákinni gegn Huldari. Þetta var ágæt skák, ekki hræðilega illa tefld af minni hálfu.