Grrrrr hvað þetta fer í taugarnar á mér

Ég las í gær að starfandi fangelsismálastjóri hefði nú verið ráðin af Morgunblaðinu til að skrifa ritdóma. Mun hann fá starfið fyrir tilstuðlan eiginkonu sinnar, Mörtu sem sér um Smartland á mbl. Ég veit ekkert um fangelsismálastjóra annað en það sem ég les um hann en ekkert af því  bendir til að hann hafi mikla þekkingu á bókmenntum, sé víðlesinn eða sé sérlega hæfur bókamenntagagnrýnandi. Mér þykir þetta sorgleg þróun og sýnir svart á hvítu hversu illa er komið fyrir íslenskri bókmenntagagnrýni. Ég sæi þetta sama gerast hjá metnaðarfullum dagblöðum sem sinna menningu og listum af fagmennsku; það yrði hlegið. Grrrrr hvað þetta fer í taugarnar á mér. Þó má segja að staðan á bókmenntagagnrýni sé svo slæm að hún geti varla versnað. Mikið langar mig að gera eitthvað í þessu.

Í dag fékk ég pakka frá Íslandi, jólagjöf frá Forlaginu. Það var gleðilegt. Glæstir tímar eftir Charles Dickens lá í bögglinum sem barst með DHL áðan. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.