fulltrúar alþýðunnar

Nú sit ég á trébekk í flugstöðinni í Kastrup og bíð eftir að ganga um borð í Boeing þotuna sem flytur mig vonandi alla leið til Íslands. Í gær skrifaði ég um bókmenntaverðlaunin og svo skemmtilega vill til að ég fékk tölvupóst í gærkvöldi frá manni sem lætur sér annt um bókmenntalífið í landinu.

Og hann skrifar um val á dómnefnd: „… sú hugsun að það eigi m.a. að leitast við að fulltrúi “alþýðunnar” sé í nefndinni; bakvið þá hugsun liggur sú mýta að við séum bókmenntaþjóð, bókmenntirnar séu ástfóstur þjóðarinnar. Sú hugsun að allir hafi eiginlega jafna þekkingu og skilning á bókmenntum. Þetta er sumsé skylt sérfræðinga andúð eða fordómum sem lengi hafa grasserað hérlendis. Þannig að; grunnurinn var skakkur eða ekki nógu góður þegar verðlaunin voru stofnuð… Sú staðreynd að sjálfsímynd verðlaunanna hafa alltaf verið mjög óljós og, eins og þú nefnir, enginn virðist almennilega vita fyrir hvað þau standa, hvað eigi að verðlauna.“

Svo mörg voru þau orð. Ég væri ekki hissa þótt stjórnarmenn FÍBÚT reyti nú hár sitt og skegg og reyni að finna lausn á þeim akút vanda sem steðjar að verðlaununum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.