Eltingarleikurinn í eyðimörkinni

Þótt klukkan sé ekki nema fimm að morgni er ég sestur við eldhúsborðið hér í Hvalfirði, kaffibollinn er heitur og tónlist J.S. Bach hljómar í myrkrinu. (Þetta er svo fallegt hjá J.S. að maður fellir næstum tár af hrifningu.) Ég kom til landsins í gær og er því enn á samevrópskum tíma og get ekki sofið lengur. Ég er búinn að fá staðfestingu á að ég sé ósmitaður af kórónaveirunni. Er ég því frjáls ferða minna.

Þá er kominn sá 21. desember og nú er orðið ljóst að ég fæ ekki fleiri ritdóma fyrir Handbók gullgrafarans. Þetta eru mér svolítil vonbrigði. Ég hafði haldið og vonað að bókin kæmist ofar á forgangslista heimsins eftir að báðar fyrri bækurnar um Álftabæ fengu þessi fínu bókmenntaverðlaun. Auðvitað get ég velt fyrir mér út í hið endalausa hvers vegna bókin fékk ekki óskaviðtökur. En að eltast við viðurkenningu er ófrjósamt val. Ég verð að finna upp á einhverju öðru að elta.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.