Ferðir skuggaskipa.

Hér að ofan er mynd  (tekin í morgun)  af himninum sem ég horfi á þegar ég geri morgunleikfimina (armbeygjur, magaæfingar …). Þetta finnst mér falleg sjón.  Sólin er að klifra upp himininn á bak við Botnsúlurnar  og fjörðurinn er  alveg spegilsléttur. Skuggaskipið sem ég sá sigla inn fjörðinn í rökkurbyrjun í gær og vakti hjá mér ugg er horfið. Það  hefur siglt aftur út á haf í skjóli nætur. Gömlu kafbátagildrurnar sem strengdar voru yfir fjörðinn í stríðinu hindra ekki lengur ferðir kafbáta því þær eru götuóttar og slitnar. Ef til vill er þung umferð kafbáta inn og út fjarðarrennuna (þetta var vinsæll áfangastaður hér á árum áður) án þess að það sjáist á spegilsléttum haffletinum.

ps. Ég les Kolbeinsey, Bergsveins Birgissonar og skemmti mér konunglega.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.