Eintalið þagnar.

Fyrsti dagur ársins og ég tilkynni hér með sjálfum mér að ég taki frí frá dagbókarfærslum fram til fyrsta mars. Kaktusinn hvílir sig næstu sextíu daga og mun eintal mitt þagna í tvo mánuði. Ég þarf á fullkominni einbeitingu að halda og get ekki leyft mér að nota tímann í að velta vögnum á dagbókarsíðum. Kannski mun ein og ein dagbókarfærsla birtast ef sérstaklega vel liggur á mér en það yrði alger undantekning.

Ég tilkynni einnig að á fyrsta degi ársins hef ég hlaupið 10,27 km sem er 0,68% af ársmarkmiði mínu 1.500 km.

Á borðinu mínu hef ég safnað saman bókum sem ég er að lesa eða ætla að lesa á næstu vikum. Þegar ég horfði á bókastaflann áðan fannst mér tilvalið að taka mynd af staflanum til að skreyta þessa dagbókarfærslu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.