Mig skortir ekkert

Ég geng á stígnum milli kornakrana sem nú er bara eitt risastórt moldarflag. Sennilega er búið að sá korninu. Ég tel dagana og skrifa hjá mér. Ég á kúlupenna sem á stendur 0.4  PILOT G-TEC-C. Ég get skrifað það sem ég vil, ég get farið hvert sem ég vil, mig skortir ekkert. Ég skrifa. Ég geri það til að muna. Eða ég geri það til að halda utan um dagana. Eða ég geri það ef til vill vegna þess að dagbókin man það sem ég segi. Eins og ég sé til. Eins og það sé einhver sem hlustar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.