Kartöflulaus Nóbelsverðlaunahafi

Það er pappírsrusl út um allt skrifborðið mitt, pennar, bækur og minnismiðar. Handrit að bókinni sem ég var að klára að skrifa liggja í ótal útgáfum á víð og dreif um skrifstofuna; í hillu, í gluggakistu, á borði og gólfi. Ég þarf að taka til og byrja á nýjum kafla í lífinu.

Ég minnist á þessa óreiðu hér á skrifborðinu mínu því að nú klukkan tíu að morgni fimmtudags er ég sestur fyrir framan Kaktusinn eftir mánaðalangt hlé. Undanfarnar vikur hef ég stundum velt því fyrir mér að halda áfram kaktus-skrifum en einhver óljós innri mótþrói hefur haldið mig frá því. Stundum hef ég þá skrýtnu tilfinningunni að það sé eitthvað óviðurkvæmilegt við þessi skrif. Í gær kom minn gamli félagi Huldar hingað í heimsókn og í samtali okkar minntist hann á Kaktusinn og við þennan hvetjandi áhugi vinar míns ákvað ég að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og halda áfram að æfa mig að skrifa á íslensku.

Síðustu daga hef ég íhugað hvaða bækur ég eigi að taka með mér í frí til Ítalíu í næstu viku (ég er búinn að ákveða að taka með mér nýja bók Benjamins Labatut, Þegar við hættum að skilja heiminn – algjörlega einstök bók og ég er meira að segja búinn að kaupa aukaeintak fyrir Núma). Mér varð líka hugsað til nýjasta Nóbelsverðlaunahafans í bókmenntum, Tansaníumannsins Abdulrazak Gurnah (ég held að Bjartur sé að láta þýða eina af bókum hans, sennilega Paradise). Kannski ætti ég líka að taka bók eftir hann með mér og kynna mér skrif hans? Þessi ágæti og hógværi verðlaunahöfundur Gurah er prófessor í bókmenntum við háskólann í Kent á Englandi. Ég las einhvers staðar haft eftir  honum að eftir að honum áskotnuðust Nóbelsverðlaunin hafi hann ekki lengur tíma til að lesa, hann hafi ekki lengur  tíma til að hitta vini sína og tíminn sem hann kreistir fram til að ná að sinna garðinum sínum sé  orðinn afar takmarkaður. Honum hafi ekki einu sinni tekist að setja niður kartöflur í ár eins og hann hefur gert síðustu áratugi. Þetta er aldeilis fórnarkostnaður fyrir ein Nóbelsverðlaun. Kannski ættu framtíðar Nóbelsverðlaunahafar að hafa þetta í huga áður en þeir ákveða að þiggja þessi virðulegu verðlaun.

Ég sakna þess mjög að enginn íslenskur miðill skrifar um bókmenntir á íslensku. Ég get hvergi fengið fréttir af íslensku bókmenntalífi og það finnst mér leiðinlegt. Ég er sannfærður um að þessi skortur á bókmenntaumfjöllun grafi undan bókmenntaáhuga landsmanna. Daglega hugsa ég um hvernig hægt væri að vinna gegn þessum doða og hvað ég ætti að gera til þess að leggja mitt lóð á vogaskálar aukins áhuga í íslenskum skáldskap og öðrum íslenskum bókmenntum.

ps. Nýr rannsóknarblaðamaður Kaktussins komast að því eftir krókaleiðum að Helga Soffía Einarsdóttir, sé að þýða Paradise fyrir Angústúru forlagið sem einmitt hreppti þýðingarréttinn á tveimur af bókum hans fyrir framan nefið á tveimur öðrum íslenskum forlögum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.