Útlend forlög í uppkaupsham.

Danska útgáfufélagið Politikens forlag (eins og fleiri norræn forlög) hefur undanfarin ár stækkað ört bæði með uppkaupum á öðrum dönskum forlögum, með því að stofna nýtt forlag með reynslumiklu fólki í Svíþjóð, með því að kaupa netbókabúð og streymisveitu í Danmörku og með því að kaupa þriðja stærsta forlag Noregs Kagge forlag. Allt eru þetta þekktar leiðir til að auka markaðshlutdeild sína á bókamarkaði. Í samtali við nýráðinn blaðamann Kaktusinn segir einn af stjórnarmönnum Politiken að ætlunin sé að fara alveg nýjar leiðir í Noregi með því að ráða fyrst og fremst stjórnendur til nýja Kagge forlagsins sem hafa reynslu af markaðsstörfum á öðrum sviðum en bókaútgáfu og reyna þannig að fara aðrar og áður óþekktar leiðir til að koma bókum til lesenda. Nýr forstjóri Kagge forlagsins heitir Live MacKay og kemur úr norska músikbransanum. „Við ætlum ekki að lokast inni í gömlum aðferðum sem hafa verið reyndar síðustu áratugi til að selja bækur. Nú opnum við út og verðum sprelllifandi á bókamarkaðinum.“

Íslensk forlög gætu ef til vill lært eitthvað af aðferðum Kagge. Heyrst hefur að jafnvel sé möguleiki á því að útlend útgáfufyrirtæki séu á leið til Íslands til að kaupa íslensk forlög innleiða um leið nýjar hugmyndir fyrir íslenskan bókamarkað sem hefði kannski gott af slíkri vítamínsptautu.

ps ég fann bókabúð hér í franska fjallabænum sem ég dvel í þessa dagana. Í bókabúðinni var töluvert úrval af frönskum bókmenntum og einn hillumetri af enskum bókum. Ég tók mynd sem birtist efst.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.