Nýjustu fréttir út bókaheiminum herma að skæðasta vopn til bóksölu, og jafnvel metsölu, er TikTok miðillinn. Mýmörg dæmi eru um að færslur undir myllumerkinu #BookTok geti haft gífurleg áhrif á bóksölu, sérstaklega bóka sem ungt fólk laðast að. Þetta er algjörlega nýtt fyrir bókaútgefendum.
Fyrir nokkrum árum, fyrir daga TikTok, tókst Ian McEwan, breska rithöfundinum með einföldu lofi sem birtist bæði á BBC og The Guardian að endurlífga svo mjög áhuga lesenda á bók sem hafði fallið í fullkomna gleymsku að hún varð skyndilega metsölubók um allan heim. Bókin Stoner eftir John Williams kom fyrst úr árið 1965 og vakti litla athygli. Bókin seldist í 2000 eintökum og féll nánast strax í gleymsku. Vintage Classics endurútgaf bókin þó út árið 2003 án þess að það hefði mikil áhrif á stöðu bókarinnar. Það var ekki fyrr en Ian McEwan sagði þessi frægu orð – „It is a marvelous discovery for everyone who loves literature.“ – að heimurinn vaknaði. New York Times fylgdi í kjölfar Ian McEwan og kallaði bókina “the greatest American novel you’ve never heard of.“ Og þá var ekki aftur snúið. Á næstu mánuðum á eftir upphróp Ian McEwans sigldi þessi gamla skáldsaga upp metsölulista heimsins (Frakkland, Þýskaland, England, Danmörk…).
Ég rifja þetta með Stoner-skáldsöguna upp nú því kannski er eitthvað svipað að fara að gerast með gamla ítalska bók eftir Natalia Ginzburg. Natalia þessi er þekktur höfundur á Ítalíu og skrifaði skáldsögur, leikrit og ritgerðir. Hún fæddist árið 1916 og dó árið 1991. Í fyrradag birti stjörnuhöfundurinn Sally Rooney mikinn lofsögn um bók sem Natalia skrifaði árið 1952 undir heitinu Tutti i nostri ieri (Allir okkar liðnu dagar eða á ensku All Our Yesterdays). Sally skrifaði í The Guardian: „Þegar ég las Natalia Ginzburg í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum fannst mér ég vera að lesa eitthvað sem hefði verið skrifað einmitt fyrir mig, eitthvað sem hefði verið skrifað inn í huga eða inn í hjarta mitt. Ég var svo hissa að ég hefði aldrei fyrr heyrt um Natalia Ginzburg, að enginn af vinum mínum hefði sagt mér frá bókum hennar. Mér fannst eins og hún væri í skrifum sínum að segja mér frá mjög mikilvægu leyndarmáli sem ég hefði alla mína ævi beðið eftir að heyra. Orð hennar náðu miklu betur en mín eigin skrif að tjá eitthvað svo algjörlega satt um tilveruna og líf mitt. Bókin varð opinberun og að lesa skáldskap sem virðist ná að lýsa kjarnanum í mannlegri tilvist er algjörlega einstakt.“
Tekst Sally Rooney að vekja áhuga heimsins á Nataliu Ginzburg? Það kemur í ljós á næstu mánuðum. Kaktusinn gerir sitt til að útbreiða fagnaðarerindið.
ps. Blaðamaður Kaktussins heyrði að danska forlagið Politiken íhugaði nú að gefa bók Nataliu Ginzburg út á dönsku.