maður á vappi (framhaldssaga)

Ég var einu sinni á göngu niður brekku í bæ í útlöndum. Frá brekkunni gat ég horft yfir bæinn sem satt að segja iðaði ekki af lífi heldur kom orðið „emptiness“ í hugann. Sennilega dúkkaði þetta enska orð upp, en ekki íslenska orði eyðileiki eða tómleiki, því ég var staddur í útlöndum. En einmitt í þessari brekku rakst ég á mann sem var á einhverju vappi eins og ég og við tókum tal saman. Eitt af umræðuefnunum sem fór á milli okkar var staða okkar í atvinnulífinu og ég sagði honum að á þessu tímabili lífs míns skrifaði ég bækur án þess að ég geti enn kallað mig rithöfund. Þá sagði maðurinn: „Maður þarf ekki að þekkja skósmiðinn sem býr til skónna sem maður gengur í en maður fær nær alltaf áhuga á að vita meira um rithöfunda þeirra bóka sem maður les.“

Þessi orð mannsins eru að mínu viti sönn eða þetta er líka mín reynsla.  En nú get ég ekki klárað að segja frá því sem ég ætlaði að segja því ég þarf að standa upp og sinna öðru …. framhald síðar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.