Af dularfullri litaskynjun.

Enn er ég staddur í Hvalfirði og mitt  fyrsta verk á morgnana  er að setjast á bekk úti á verönd með morgunkaffið. Fjörðurinn blasir við mér með sínu mikla lita- og ljósspili. Handan fjarðarins er Kjósin. Í morgun var birtan falleg. Inn á milli skýjabólstranna sást í heiðan himinn. Í mínum huga er himinninn blár en það mun víst ekki vera svo sjálfsagt. Liturinn blár er nefnilega seinni tíma uppfinning.

Hómer mun í sínum nákvæmu lýsingum af heiminum segja frá grænu hunangi, fjólubláum kindum og hafi sem er dimmt eins og vín. Í Ódysseifskviðu nefnir hann svarta litinn 170 sinnum, hvítan 100 sinnum, rauðan 13 sinnum, gulan og grænan 10 sinnum en hann minnist aldrei á bláa litinn. Ekki einu sinni. Það sama gildir um Ísleningasögurnar. Liturinn blár er aldrei nefndur, eins og hann hafi ekki verið til. Sömu sögu er að segja um önnur  þekkt rit frá fornöld; liturinn blár er aldrei nefndur.

Í dag ætla ég að fara á tónleika hér í kirkjunni hans Hallgríms klukkan fjögur. Á morgun er ætlunin að leggja af stað austur í tjaldferð og kannski ég heimsæki Magga Ásgeirs á ferðum mínum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.