Ég hef hrokkið í einhvern gífurlegan svefngír eftir að ég kom til Danmerkur. Tvo morgna í röð hef ég sofið til að verða átta. Satt að segja finnst mér ekki sérlega þægilegt að sofa svona lengi. Mér finnst dagurinn hafa hlaupið framúr mér og fyrstu stundir dagsins fara í að elta daginn uppi.
Annars hafa dagar mínir hér í Danmörku verið litaðir af fréttunum um fráfall Eiríks. Það varð mér mikið áfall að fá þessi tíðindi rétt áður en ég steig upp í flugvélina til Danmerkur á mánudaginn. Ég á auðvitað svo fjölmargar og fallegar minningar um hinn góða og skemmtilega dreng Eirík og vinskap okkar. Ég ætla ekki að rifja upp þær minningar hér. Þær geymi ég í höfðinu. Effi hirðljósmyndari okkar í gamla vinahópnum sendi mér í gær myndir af Eiríki og okkur félögunum sem glöddu mig – það var gott að sjá glaðan Eirík – og hrærðu upp í allskyns tilfinningum sem fylgja þessu sviplega fráfalli; söknuði, sorg og depruð. Eiríkur er yngstur okkar félaganna og varð sá fyrsti til að fara. Þetta er mikið áfall.