Árhringir

Ég finn að innra með mér búa öll mín fyrri andlit, eins og árhringir inni i tré. Samanlagt eða summa þessara ólíku andlita er ég. Horfi ég í spegil sé ég aðeins nýjasta andlit mitt en ég finn greinilega fyrir þeim gömlu. Þetta er ályktun dagsins.

En fyrir þá sem fylgjast með hlaupaframförum mínum get ég sagt að ég hljóp 10 kílómetra í hitanum í morgun. Það var ekki fallegt hlaup. Að hlaupa í 25 gráðum er ekki uppáhaldsiðja mín. Mér fannst ég skynja hvernig gjörvallur líkaminn – haus og tær –  smám saman nálgaðist suðupunkt. Ég tútna út í hitanum og mér finnst ég hlaupa á franskbrauðsfótum. Ég var að minnsta kosti ekki í neinu formi til að hlaupa í morgun.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.