Eftir helgina

Eftir viðburðaríka helgi á Íslandi (ég kom til Danmerkur í gær) er ég nú á leið til Parísar. Ekki alveg óskatímasetning á þessari ferð en það er orðið ansi langt síðan ég setti dvöl í Batman-íbúðinni á dagskrá nú í byrjun september þar sem ég áætlaði að reyna að skila handriti að nýrri bók um miðjan október og því var alveg kjörið að setjast við skriftir í septemberbyrjun eða þannig var það í vor þegar ég skipulagði mig. Ég hefði vel getað hugsað mér að vera kyrr heima þessa viku en þetta er bara lúxusvandamál.

Um helgina tókst mér á óskiljanlegan hátt að týna minnisbókinni minni  sem ég hef notað síðustu tvö ár. Hún er auðvitað full af gullmolum 😉 og sá sem finnur bókina heldur örugglega að hann hafi komist yfir fjársjóð. Þess vegna neyddist ég til að kaupa nýja minnisbók hér á flugvellinum. Ekki sama gæðaprentgripur og gamla minnisbókin mín en hún ætti að duga.

Það var mikill gestagangur í Hvalfirðinum þessa helgi. Gamlir vinir úr útgefendastétt flykktust til okkar en þeir eru staddir hér vegna brúðkaups Kalmans og Siggu. Norski útgefandi Kalmans, dansarinn Thomas og Kristin kona hans komu á föstudag og gistu. Franski útgefandi Jean Mattern og kærasti hans Jean-Mathieu komu á sunnudag og gistu. Ítölsku útgefendur Kalmans, Pietro og Cristine, ásamt Bianco konu Pietro,  komu á sunnudag og borðuðu með okkur. Frábærlega gaman.

ps Klárði Deborah Levi bók 2 í sjálfsævisögu hennar. Ég var að vona að ég gæti fengið bók 3 á flugvellinum en það tókst mér ekki. Ég tók ljóðabók Sjóns með mér, Stríð og frið, Colin Toibín og barnabók eftir JK Rowling.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.