Halldór með myndavél á baðherbergi

Það er komið haust í veðrið hér í Danmörku. Regn og hvass vindur úr austri; kalt loft frá Pútín. Ég byrjaði daginn þrátt fyrir það á 10 km hlaupi. Það var svo sem enginn sérstök ánægja að hlaupa með vindinn í fangið. En ég lét mig hafa það og kom heim kaldur og  blautur, þreyttur og þrotinn að kröftum. Ég var meira að segja svo langt leiddur að mér datt í hug að fara bara aftur upp í rúm og gleymda skyldum mínum. En ég herti upp hugann og nú er ég enn og aftur sestur við skriftir.

En í tilefni af úthlutun bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness fann ég gamla og fræga mynd sem Laxness tók af sjálfum sér (sjálfa). Það er swing í ljósmyndinni og almennilegur stíll. Ég prufaði líka að taka sjálfsmynd að loknu langhlaupi í dag. En það er amatörleg ljósmynd; vantar orku og einbeitni Laxness.

Hér er sjálfsmynd Halldórs.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.