Það sem fer fram í huganum

Enn í biðsal á flugvelli. Í þetta á Keflavíkurflugvelli og í þetta sinn aftur á leið heim … jú, heim því ég á heima í Danmörku. Í þessum orðum skrifuðum sé ég Bryndísi Höllu ganga inn í biðsalinn með sellóið sitt og mín fyrsta hugdetta er að ganga til hennar og þakka henni fyrir tónlistarflutninginn í jarðarförinni hjá Eiríki. Mér fannst hún spila svo fallega. En ég stend ekki upp til að þakka henni því ég er viss um að henni mundi þykja það óþægilegt og ég yrði feiminn. Ég forðast slík augnablik og því læt ég mér nægja að þakka henni í huganum.

Ps Flugvélinni seinkaði og ég fékk aukabiðtíma í biðsalnum. En svo gerðist það þegar ég gekk inn flugvélarganginn eftir að farþegum hafði verið hleypt inn í vélina að skyndilega blasti sellóleikarinn við mér. Hún hafði þegar fengið sér sæti við hlið sellósins síns og þá herti ég mig upp og hallaði mér að Bryndísi Höllu og þakkaði henni fyrir sellóleikinn og sagði henni að mér hefði þótt hann fallegur. Ég held að orð mín hafi satt að segja glatt hana. “Þakka þér fyrir,” sagði með auðmjúkum róm.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.