Misgáfulegar hugsanir á sveimi í huganum

Á næstu dögum, eða þann 8. október, verður frumsýnd kvikmyndin Sumarljós … byggð á sögu Jóns Kalmans sem kom út á bók, ef mér skjátlast ekki, árið 2005. Allt í einu mundi ég eftir þessum væntanlega viðburði því ég verð á Íslandi þann dag og verð meira að segja gestur á sýningunni. Kvikmyndin og frumsýning hennar er þó ekki tilefni komu minnar til Íslands því ég kem í öðrum erindagjörðum. Ég ætlaði hvorki að tala um Sumarljós né erindi mitt til Íslands heldur að á síðustu mánuðum hefur sveimað í huga mér setning sem ég tengi Jean Luc Godard – þótt það sé kannski bara della í mér – sem hljómar einhvern veginn svona: Kvikmynd er skráning á athöfnum leikara á meðan tökur myndar fer fram. Kannski má á sama hátt segja að stundum sé skáldsaga skráning þess sem rithöfundur tekur sér fyrir hendur á meðan hann semur sögu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.