Ritarinn talar.

Næsta fimmtudag um hádegisbil opnar fulltrúi Sænsku akademíunnar virðulegar dyr á virðulegri byggingu í miðborg Stokkhólms. Fyrir utan bíða blaðamenn og ljósmyndarar. Um leið og maðurinn gengur út heyrist skothríð frá myndvélum og leifturljós myndavélanna lýsa upp sviðið. Maðurinn tekur upp samanbrotið blað, sléttir út því, lítur upp og segir: „Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2022 hlýtur …“ Þetta er Mads Malm ritari sænsku akademíunnar sem talar. Hann fær bæði þann heiður að tilkynna alheiminum hver hlýtur verðlaunin en hefur einnig það hlutverk að hringja í verðlaunahafann skömmu fyrr til að tilkynna honum (verðlaunahafanum) að brátt muni verða gert opinbert að hann hljóti stærstu bókmenntaverðlaun heimsins. Símtalið á sér stað 10 mínútum áður en hin opinbera tilkynning fer fram. Samtalið við verðlaunahafann er því ætíð stutt og oftar en ekki hefur verðlaunahafinn á tilfinningunni að um gabb sé að ræða. En hver það verður sem fær þetta símtal er erfitt að segja en veðbankarnir hafa birt lista sína.

Hér er Betsson listinn. Tölurnar fyrir aftan er veðmálsstuðullinn.

Anne Carson 5.00
Michel Houellebecq 6.00
Annie Ernaux 8.00
Ngugi wa Thiong’o 10.00
Margaret Atwood 10.00
Maryse Condé 10.00
Salman Rushdie 12.00
Jon Fosse 12.00
Gabrielle Lutz 15.00
Pierre Michon 15.00
Haruki Murakami 15.00
Jamaica Kincaid 15.00
Karl Ove Knausgård 15.00
Stephen King 18.00

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.