Á morgun verður tilkynnt við hátíðlega athöfn hvaða bók hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2022. Íslenska dómnefndin valdi að tilnefna bækurnar Truflun eftir Steinar Braga og Aprílsólarkuldi eftir Eilísabetu Jökulsdóttur. Spámennirnir hér á Norðurlöndum hafa ekki mikla trú á að íslensku bækurnar safni vegtyllum í ár heldur beinast sjónir flestra að bók hinnar norsku Linn Ullmann, Flicka 1983 og bók Kerstinar Ekman (Svíþjóð), Löpa varg. Sjálf Linn Ullmann spáir Kerstin Ekman verðlaununum í ár enda hafi hún skrifað „sannkallað meistaraverk“. Það er ómögulegt að vera ekki fullur aðdáunar á Kerstin Ekman. Hún er orðin 89 ára, er enn með puttann á púlsinum og skrifar enn gífurlega áhrifamiklar bækur.
Ég spái Kerstin Ekman verðlaununum í ár og ég spái að enn og aftur verði Kaktusinn fyrstur allar íslenskra fjölmiðla að tilkynna úrslitin annað kvöld, yo!