Úlfastökk

Á morgun verður tilkynnt við hátíðlega athöfn hvaða bók hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2022. Íslenska dómnefndin valdi að tilnefna bækurnar Truflun eftir Steinar Braga og Aprílsólarkuldi eftir Eilísabetu Jökulsdóttur. Spámennirnir hér á Norðurlöndum hafa ekki mikla trú á að  íslensku bækurnar safni vegtyllum í ár heldur beinast sjónir flestra að bók hinnar norsku Linn Ullmann, Flicka 1983 og  bók Kerstinar Ekman (Svíþjóð), Löpa varg. Sjálf Linn Ullmann spáir Kerstin Ekman verðlaununum í ár enda hafi hún skrifað „sannkallað meistaraverk“. Það er ómögulegt að vera ekki fullur aðdáunar á Kerstin Ekman. Hún er orðin 89 ára, er enn með puttann á púlsinum og skrifar enn gífurlega áhrifamiklar bækur.

Ég spái Kerstin Ekman verðlaununum í ár og ég spái að enn og aftur verði Kaktusinn fyrstur allar íslenskra fjölmiðla að tilkynna úrslitin annað kvöld, yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.