… og fæ almennilegt fólk í lið með mér.

Ég varð nokkuð glaður að heyra að Stundin hefði tekið upp á því að gefa út bókablað í síðustu viku, meira að segja prentað.  Vafalaust er það fremur ást á peningum í rekstarbaukinn en ást á bókmenntum sem rekur Stundina til þessa góða framtaks. En ef ást á peningum leiðir til góðra hluta getur maður ekki kvartað.

Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki sérlegur aðdáandi blaðamennskunnar hjá Stundinni. Fyrir kemur þegar ég les greinar í blaðinu að mér verður hugsað til hestanna í Central Park. Þeir hafa einhvers konar leppa fyrir augunum því þeim er ekki ætlað að sjá annað en tvö skref fram fyrir sig, Blaðamennska Stundarinnar vekur í huganum hjá mér þessa mynd af hestunum sem hafa svo þröngan sjónvinkil. Ég verð að segja að ég hef sömu tilfinningu fyrir Kjarnanum og ég verð stundum pirraður á þeirri einkunn sem þau hjá Kjarnanum gefa sjálfu sér;  hjartahreint fólk  og með hæsta móralska standard. Ég  verð því miður að segja að ég er farinn í æ ríkara mæli að leita til erlendra fjölmiðla eins og Politiken, The Guardian og New York Times.

En ég minnist á þetta með bókablað Stundarinnar af því að ég hef haft undirliggjandi draum um að stofna vefsíðu með daglegum bókmenntafréttum; fréttum af útgáfu bóka, fréttum af höfundum, forlögum og öðru sem tilheyrir heimi bókmenntanna. Ekki þungar bókmenntalegar greiningar heldur bara skemmtifréttir af bransanum. Á sama hátt og fotbolti.net er góður staður fyrir fótboltaáhugamenn. Ég hef ekki látið þennan draum minn rætast og ekki lagt af stað með bókmenntavefsíðu af þessu tagi en ef ég fæ aukaorku og hugrekki aflögu þá léti ég verða af þessu og fæ almennilegt fólk í lið með mér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.