Lífsskilyrði „bókaelskhuga“

Ég les með öðru auganu – það er að segja ég les síðu og síðu þegar tækifæri gefast – nýjusu bók Haruki Murakami sem heitir Novelist as a Vocation. Í einum kafla bókarinnar talar Murakami um að hann þekki nánast enga rithöfunda og hafi aldrei lagt sig eftir, eða jafnvel forðast, að komast inn í samfélag rithöfunda eða annarra sem tilheyra bókmenntaelítu. Mér þótti þetta frekar áhugaverð afstaða þó hún sé sennilega ekki neitt einsdæmi. En ég fór að hugsa um þetta því á meðan ég er hér á Íslandi (í þrjár vikur) hef ég óvenjumikið samband við þá sem tilheyra íslensku bókmenntalífi. Ég hef verið að lesa upp á bókasöfnum með öðrum höfundum, verið í veislum ætluðum höfundum og bókafólki (hjá Bjarti og á vegum Iceland Noir), verið í töluverðum tölvupóstsamskiptum (aðallega vegna skrifa hér í dagbók) við bókmenntafólk sem ég annars skrifast ekki á við og meira að segja boðinn í Jólaboð Forlagsins ásamt „landsliði bókaelskhuga“ eins og segir á boðskortinu.

Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla að segja með þessu annað en mér þótti þetta athyglisverð afstaða hjá Murakami.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.