Max 187 orð: Murakami. Borgin og veikbyggðir veggir hennar

Það er langt síðan að íslenskt forlag hefur ráðist í að þýða bók eftir Haruki Murakami.  Síðasta bókin sem kom út á íslensku var hlaupabókin frá árinu 2007: Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup.  Í síðustu viku eða þann 13. apríl kom út í Japan ný bók eftir skáldið: Borgin og veikbyggðir veggir hennar. Bókina hóf hann að skrifa í janúar árið 2020. Þrjátíu og fimm mánuðum síðar (tæpum þremur árum) hafði hann lokið að skrifa söguna sem í raun og veru byggir á smásögu sem Murakami birti árið 1980.

Upphaflega hafði Murakami í hyggju að endurrita smásöguna sem ber sama nafn og skáldsagan. En Murakami gat ekki hætt og hélt áfram að skrifa þar til að sagan var allt í einu orðin 672 baðsíður.

„Ég er orðinn gamall (74 ára) og veit ekki hversu mikið ég á eftir að skrifa og þess vegna ákvað ég að gefa ritunarferli þessarar bókar sérstaklega langan tíma. Mér fannst gaman að skrifa söguna og enn skemmtilegra að endurskrifa hana.“

ps. Þann 13. apríl var líka frumsýnd á kvikmyndahátíð í Kanada teiknimynd (Blind Willow, Sleeping Woman) byggð á 6 smásögum Murakami

(Orðafjöldi: 182)

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.