Endalok ólífubóndans

Karlmaðurinn á myndinni, sá til hægri, er Pino. Hann kemur frá Ítalíu, smábænum Vico del Gargano þar sem hann rekur bar og kaffihús. Pino hefur verið tengiliður minn við Vico. Öll þau ár sem við höfum komið til bæjarins, eða frá því við keyptum lítinn ólífulund spölkorn frá bænum, hefur Pino verið sá sem hægt hefur verið að leita til í þeim vandræðum sem stundum koma upp við reksturs húss og lands á Ítalíu.

Myndina tók ég í gær hér í Espergærde þegar við skáluðum fyrir kaupum Pino. Pino tekur við húsi, trjánum og landinu. Ég get sem sagt ekki lengur kallað mig ólífubónda. Hér með lýkur 18 ára löngum kafla í lífi mínu. Endalok ólífubóndans.

Sem betur fer er ein grein í samningnum okkar sem kveður á um að við fáum 50 lítra ólífuolíu frá La Chiusa til eigin nota á hverju ári.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.